Hugmynd um borgaralaun eða grunnframfærslu fyrir alla er hugmynd sem sameinar jafnaðarmenn og frjálslynda menn sem lifa og hrærast í tækniheimi nútímans. Í þessari hugmynd felst að allir fái framfærslufé frá ríkinu sem sé óháð tekjum.
Í sjónmáli eru tæknibreytingar sem valda því að mörg störf hverfa. Er upptaka borgaralauna góð og fær leið við slíkar aðstæður?
Núna eru nokkur tilraunaverkefni víða um heim í gangi um borgaralaun. Eitt slíkt verkefni er í Finnlandi.
Það er að verða viðhorfsbreyting gagnvart borgaralaunum. Margir hagfræðingar benda á kosti slíks kerfis á tímum mikils umróts í atvinnumálum.
Greinar um borgaralaun birtast æ oftar í fjölmiðlum sem fjalla um viðskipti og efnahagsmál. Hér eru nokkrar nýlegar greinar:
- A Basic Income for Everyone? It’s Not a Crazy Idea(Noah Smith,Bloomberg view)
- Top Economists Edorse Universal Basic Income