Categories
Um félagið

Ný sýn

Grunn Innkoma Fyrir Alla
Merki BIEN og GIFA er alþjóðlegt

Nú hefur GIFA félag um GrunnInnkomu Fyrir Alla (einnig kallað BIEN Ísland yfirtekið þessa síðu sem Salvör Gissurardóttir hefur veitt okkur til afnota.

Núorðið notum við hugtakið grunninnkoma í stað borgaralaun, þar sem borgaralaun er nokkuð gildishlaðið hugtak og í raun rangnefni þar sem það kom inn í íslensku sem þýðing á ‘borgerløn’ en með því hugtaki fylgdi einnig hugmynd um borgarlegar skyldur til að njóta borgaralauna.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Norðurlöndin tala jafnan um ‘basisinkomst’ og ‘basic income’. Á íslensku hafa hugtökin algild borgaralaun, grunnframfærsla, skilyrðislaus grunninkoma og grunninnkoma mikið verið notuð nýverið.

Okkar sýn snýst um samfélagsúrbætur þar sem fókus hins opinbera verður á að tryggja grunninnkomu allra einstaklinga til að njóta mánaðarlegrar skattfrjálsrar grunninnkomu sem er skilyrðislaus og miðast við lögfest framfærsluviðmið.