Taka þátt

Nafn félagsins er GIFA – Grunninnkoma Fyrir Alla (borgaralaun) og er aðili að alþjóðlegu hreyfingunni Basic Income Earth Network.

Félagið er samráðsvettvangur um kynningu, prófanir, umræður og upptöku á algildri grunnframfærslu og neikvæðum tekjuskatti á Íslandi.

Þeir sem vilja taka þátt eða skrá sig í GIFA geta sent tpóst til bienisland@gmail.com

Skráningargjald er ekkert en þeir sem vilja styrkja félagið geta lagt upphæð að eigin vali inn á reikning félagsins:
542-14-405955, kennitala: 540617-0740.

Saga félagsins og markmið:

BIEN Ísland – borgaralaunafélagið, var stofnað í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, á mannréttindadeginum laugardaginn 10. desember 2016. Á stofnfundi skráðu sig um 20 manns í félagið og fyrsta stjórn þess var valin.

BIEN Ísland eða GIFA (GrunnInnkoma Fyrir Alla) eins og það er nú kallað er óháð stjórnmálaflokkum og er hluti af alþjóðlegu samtökunum Basic Income Earth Network þaðan sem hluti nafnsins kemur.

Félagið er tenging á milli einstaklinga og hópa sem stuðla að eða hafa áhuga á grunnlífeyrisrétti (e. basic income), þ.e. skilyrðislausum borgaralegum grunnlífeyrisrétti einstaklinga, án kvaða eða takmarkana, til að styðja við og stuðla að rannsóknum um grunnlífeyrisrétt og hlúa að almennri upplýstri umræðu um þessi mál á Íslandi.

Til að ná markmiðunum mun félagið:

–   Miðla fræðslu, reynslu og upplýsingum um grunninnkomu

–   Koma á samstarfi og tengingum við aðra aðila og félög sem vinna að álíka markmiðum

–   Veita faglegar umsagnir og hafa áhrif á þróun laga og reglna er tengjast markmiðum

–   Stuðla að samvinnu og upplýsingaveitu um grunninnkomu.

Félagið mun einnig skipuleggja atburði, fundi, ráðstefnur, útgáfur og vinna að öðru sem stuðlar að ofangreindum markmiðum félagins bæði beint og óbeint. Hagnað vegna starfseminnar skal aðeins nýta til að greiða kostnað vegna aðgerða og atburða á vegum félagsins.

Lög GIFA má finna á þessum tengli hér.