Categories
Skrif um grunninnkomu

Hrakvinna og hark

Píranafiskar í leit að æti

Ég gekk fram hjá kaffihúsi í miðbænum í Reykjavík í gær ásamt hópi fólks. Einn sagði “Þarna vinnur stúlka sem ég þekki, það er víst þannig núna að enginn hefur neitt atvinnuöryggi, sá sem rekur staðinn póstar á facebook að það vanti fólk á ákveðna vakt og þau sem vinna á staðnum stökkva strax á vaktirnar eins og píranafiskar.”

Þannig virkar harkið á vinnumarkaðnum í dag. Er fólkið sem býr við þessar aðstæður í dag ekki í sömu sporum og faðir minn og aðrir daglaunamenn og hafnarverkamenn í Reykjavík voru í fyrir sjötíu árum? Eru þau sem núna bíða eftir útkalli um að manneskju vanti á vakt ef til vill í verri sporum en hafnarverkamenn fyrri tíma? Á þeim tíma vantaði erfiðisvinnufólk í mörg störf en núna fjarar undan störfum hraðara en heimurinn hitnar. Sjálfvirkni og gervigreind og tæknivæðing sópa vinnuafli til hliðar. Og samfélag síðkapítalismans býr til nýja stétt sem sífellt stækkar. Stéttin hefur verið nefnd harkarastétt (e. precariat) og verkalýðsforingjar hafa kallað þá iðju sem þessari stétt býðst hrakvinnu (e. precarious work).

Það sem einkennir þessa nýju stétt er ótrygg kjör varðandi atvinnu. Það er ekkert sem bendir til annars en harkarastéttin verði stærri og stærri og þær aðstæður sem eru í heiminum núna munu ekkert gera nema flýta fyrir þróuninni, flýta fyrir vélvæðingu og sjálfvirkni og fækka störfum.

Það er við svona aðstæður sem við þurfum borgaralaun eða UBI (grunnframfærslu fyrir alla).

Tenglar

Precarious Work, Unemployment Benefit Generosity and Universal Basic Income Preferences: A Multilevel Study on 21 European Countries

Coronavirus may drive change in precarious employment

Where next for the gig economoy and precarious work post Covid-19

Digitalisation and precarious work practices in alternative economies: Work organisation and work relations in e-cab services