Categories
Skrif um grunninnkomu

Grunninnkoma á tímum heimsfaraldurs

Nú þegar ný Corona veira herjar á samfélag manna um allan heim hefur atvinnulíf víða lamast og milljónir manns horfa upp á atvinnumissi og aðrar milljónir manns sjá fram á skertar tekjur. Við þetta ástand hafa mjög margar fréttir verið um mögulega grunninnkomu greidda af ríkjum fyrir þá sem verða fyrir barðinu á efnahagskreppu vegna veirunnar. 

Flugstöðin tóm

Í fréttamiðlinum Aljazeera birtist nýverið grein um það hvernig grunninnkoma fyrir alla (Universal Basic Income) sé ein besta leiðin úr efnahagslegum ógöngum, enda hafi nóbelshagfræðingurinn Amartya Sen sýnt fram á að helsta ástæða hungurs og skorts sé ekki skortur á matvælum, heldur skortur á aðgengi. Þar sé innkoma fólks lykilþáttur. Nú á tímum Corona veirunnar hafa fulltrúar Alþjóðabankans talað vel um skilyrðislausa grunninnkomu sem leið út úr ógögnunum. 

Á Spáni eru núna hugmyndir um að veita grunninnkomu til allra samkvæmt Nadia Calvino efnahagsráðherra spánverja. Haft er eftir henni að einhverskonar grunninnkoma verði komið á fljótlega, með áherslu á aðstoð til fjölskyldna. Einnig sagði hún að stefnt væri að því að koma á grunninnkomu sem verður varanlegt tæki. Mikið af smáum og millistórum fyrirtækjum hefur stöðvast á Spáni vegna Corona veirunnar. 

Í Bretlandi hafur Boris Johnson forsætisráðherra sagt að grunninnkoma fyrir alla sé ein af þeim leiðum sem verið sé að skoða til að vernda afkomu vinnandi fólks. Í The Telegraph er sagt frá því hvernig grunninnkoma sé góð leið til að vinna gegn áhrifum efnahagskreppu sem veiran kann að valda. Þar er talað um 350 milljarða punda (62 þúsund milljarðar króna) hjálparaðgerðir fyrir viðskiptalífið. Ef aðgerðirnar verða eingöngu fyrir viðskiptalífið verður þó varla hægt að kalla þær “universal” eins og UBI heitið ber með sér. 

Í Bandaríkjunum hafa þingmenn í New York og frá Hawaii kallað eftir skilyrðislausum grunninnkomugreiðslum til allra íbúa. Á Hawaii er Tulsi Gabbard þingkona búin að leggja fram lagafrumvarp um að allir á eyjunni fái 1000 dollara í grunninnkomu fyrir hvern mánuð sem Coruna veiran lamar atvinnulífið. Þó ekki sé líklegt að skilyrðislausar UBI grunninnkomugreiðslur verði sú lausn sem gripið verði til í fylgjum Bandaríkjanna, er þó merkilegt að sjá hversu þörfin um aðgerðir fyrir almenning hefur gert þessa leið til mannréttinda og reisnar að hluta af almennri umræðu, sbr. nýlega umfjöllun í Newsweek. 

Fréttablaðið The Hindu hafði eftir Sonia Gandhi forseta indverska þingsins að þar sem Corona veiran hafi haft áhrif á innkomu milljóna vinnandi fólks sem kallar á yfirgripsmiklar aðgerðir til að létta undir hjá heilum starfsstéttum. Litið er á bæði beinnar grunninnkomu, skattaafslátta og seinkunar á greiðslum lána í þessu samhengi. Greiðslurnar gætu orðið allt að 40 þúsund fyrir þá sem safnað hafa í lífeyrissjóð, en mun minna fyrir aðra. 

Á Nýja Sjálandi er svipaða sögu að segja, þar sem yfirvöld eru að íhuga grunninnkomu sem hluta af aðgerðapakka til að takast á við áhrif Corona veirunnar á atvinnulíf og efnahag fólks. Ekki ólíkt því sem verið er að gera hér á Íslandi, þar sem fyrirtæki geta sótt um fjármagn til ríkisins til að greiða hluta af launum starfsfólks auk þess að fá endurgreiðslur vegna annars tekjumissis. Vissulega eru þetta ekki aðgerðir í anda grunninnkomu fyrir alla. Það má segja að með aðgerðunum séu yfirvöld í það minnsta að hluta til að huga að afkomu almennings, þó það sé gert í gegnum fyrirtæki einvörðungu. 

Í síðustu viku skrifaði svo sagnfræðingurinn Rutger Bregman í The Correspondent um það hvort tími grunninnkomu fyrir alla (UBI) sé í raun kominn. Í greininni nefnir hann mörg dæmi um það hvernig stöðug grunninnkoma hefur hjálpað fólki að koma undir sig fótunum og gera það að betri borgurum og skattgreiðendum sem styðja við þjóðarbúið fremur en að vera samfélagsleg byrði eins og skilyrt bótakerfi og skammtímaaðstoð við tilteknar atvinnugreinar virka fyrir almenning á endanum.