Categories
Skrif um grunninnkomu

Tími er kominn fyrir borgaralaun

Í þessu myndbandi útskýrir James Mulvale prófessor við háskólann í Manitoba hvaða rök eru með því að taka upp borgaralaun og tekur sérstaklega Kanada sem dæmi. Titill fyrirlestarins er “Basic Income: An Idea Whose Time Has Come”

James Mulvale er áhrifamaður varðandi borgaralaun í Kanada. Hér eru nokkrar greinar eftir hann:

Next Steps on the Road to Basic Income in Canada

The cancellation of Ontario’s basic income project is a tragedy

Categories
Skrif um grunninnkomu

Að gefa öllum peninga

Í þessu myndbandi svarar Rutger Bregman spurningunn “Why we should give everyone a basic income”. Hann notar orðatiltækið “Free money for all” um borgaralaun eða UBI. Hann tók dæmi um heimilislausa og hvernig fátækt er ekki persónuleiki heldur ástand.

Rutger Bregman byrjar á Thomas Phayne og öðrum í mannkynssögunni. Hann segir ríkisstjórnir á villigötum þegar áherslan er á að búa til störf.

Categories
Skrif um grunninnkomu

Eru borgaralaun leið til að lagfæra kapitalískt samfélag?

Rithöfundurinn Federico Pistono flytur brýninguna Basic income and other ways to fix capitalism um borgaralaun og hversu mikilvægt sé að bregðast við yfirvofandi tæknibreytingum og setja í gang sem flestar tilraunir með borgaralaun.

Federico bendir á vaxandi misskiptingu í heimi þar sem innan við hundrað manns eiga jafnmikið og þrjár fátækustu billjónir mannkyns og hvernig við stöndum andspænis tæknibreytingum þar sem störf hverfa.

Frederico Pistono skrifaði 2012 bókina Robots are stealing your job, but That´s OK en sú bók varð feikivinsæl.

Bókin er aðgengileg í opnum aðgangi á netinu:
http://robotswillstealyourjob.com/read


fyrsti hluti
annar hluti
þriðji hluti

Categories
Skrif um grunninnkomu

Hugmynd sem sameinar

Hugmynd um borgaralaun eða grunnframfærslu fyrir alla er hugmynd sem sameinar jafnaðarmenn og frjálslynda menn sem lifa og hrærast í tækniheimi nútímans. Í þessari hugmynd felst að allir fái framfærslufé frá ríkinu sem sé óháð tekjum.

Í sjónmáli eru tæknibreytingar sem valda því að mörg störf hverfa. Er upptaka borgaralauna góð og fær leið við slíkar aðstæður?

Núna eru nokkur tilraunaverkefni víða um heim í gangi um borgaralaun. Eitt slíkt verkefni er í Finnlandi.

Það er að verða viðhorfsbreyting gagnvart borgaralaunum. Margir hagfræðingar benda á kosti slíks kerfis á tímum mikils umróts í atvinnumálum.

Greinar um borgaralaun birtast æ oftar í fjölmiðlum sem fjalla um viðskipti og efnahagsmál. Hér eru nokkrar nýlegar greinar: